Rétta leiðin

Mér hefur alltaf þótt þetta mjög svo skynsamlegur kostur. Að par hafi sitthvort herbergið. Þetta tíðkaðist meðal efnafólks fyrr á öldum. Þá sváfu maður og kona alltaf í sitthvoru herberginu og áttu síðan gæðastundir þess á milli. Hjónarúm var merki um fátækt. Fólk hafði ekki efni á stærra húsi og varð því að sofa í sama rúmi í einu herbergi.

Ákveðin fjarlægð held ég líka að hljóti að vera holl fyrir flest sambönd. Það er aldrei hægt að komast nema x-langt að öðru fólki og nándin verður ekki endilega til af því að fólk sefur í sama rúmi. Og fjarlægð og kurteisi þurfa alls ekki að vera merki um að fólk sé ekki náið...

Persónulega sef ég best þegar ég er ein í rúminu mínu. Hrotur og soghljóð fara óbærilega í taugarnar á mér og halda fyrir mér vöku. Mig langar í stórt hús og kurteisan mann í sérherbergi takk. 

Reyndar minnir þetta tal mig á myndina sem ég sá í gær. Hún heitir The painted veil og er gerð eftir samnefndri skáldsögu snillingsins Somerset Maugham. Alveg hreint frábær mynd um hjón sem eiga hvort sitt herbergið. Mæli með henni. Hún kemur bráðlega í bíffann.


mbl.is Fleiri pör sofa í sitthvoru herberginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Foreldrar mínir hafa þann hátt á að mamma fer inn í gestaherbergið um leið og sá gamli fer að hrjóta. Það eru nú ekki neinar eðlilegar hrotur sem koma út úr kallinum og mjög skiljanlegt að hún geti ekki sofið í gegnum þær. Sem betur fer þjáist ég ekki af þessum óhljóðum, sérstaklega eftir að ég grenntist um helling.

En tvö hjónaherbergi? Æ ég veit það ekki. Er það ekki bölvað vesen að þurfa að ferðast á milli herbergja ef að the mood strikes you. Svo eru náttúrulega rúmin einbreið og tómt bögg að athafna sig í svoleiðis græjum. 

Ómar Örn Hauksson, 12.3.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband