Fréttablaðspistillinn

Fyrir alla aðdáendur mína sem fengu ekki Fréttablaðið í dag: 
 
Stuð milli stríða Rússneskar leikhús-rúllettur – BANG!
 
 
Yfirleitt hef ég forðast að fara í leikhús og ástæðan fyrir því ekki mjög flókin. Mér leiðist og verður illt í rassinum. Geispa og fer að skoða GSM-símann.

Yfirleitt hef ég forðast að fara í leikhús og ástæðan fyrir því ekki mjög flókin. Mér leiðist og verður illt í rassinum. Geispa og fer að skoða GSM-símann. Bíð eftir því að Henríetta, Lautinant Brian og aðmíráll Nigel ljúki sér af, tjaldið falli og fólk byrji að klappa eins og sirkús-selir, leikararnir hneigja sig, fólk klappar meira, lófarnir verða rauðir, klappað aðeins meira og síðan er kveikt.

Svo leiðinlegt þykir mér þetta að ég hef meira að segja fengið martraðir sem ganga út á að ég sit í súrefnisskorti og bíð þess að áhugaleikhópur klári að sýna Söngvaseið, en svo þegar allt á að vera búið þá er mér tilkynnt að nú muni þau flytja verkið AFTUR af því það var klappað svo mikið.

Töluvert erfiðara hefur mér þó fundist að horfa á nútímadans, en slík fyrirbæri eru svolítið eins að fara í rússneska rúllettu.

Innantóm klikk og ekkert gerist fyrr en allt í einu BANG og heilinn tekur endorfínhlaðinn gleðikipp.

Með öðrum orðum, 9 af 10 nútímadansverkum finnast mér ömurlega púkó og leiðinleg, en svo kemur eitt sem er hrein og tær snilld og gerir það að verkum að maður tekur áhættuna aftur og jafnvel aftur.

Fyrir viku síðan upplifði ég þessa tilfinningu í Þjóðleikhúsinu þegar ég fór á forsýningu á söngleiknum Leg. BANG! Ég hló og skríkti allan tímann, hallaði mér fram í sætinu, fékk sjokk (sem er svo skemmtilegt) og gladdist innilega í mínu litla, hömlulausa hjarta. Óhikað get ég fullyrt að Leg er skemmti-leg-asta leikrit sem ég hef séð. En sökum reynsluleysis er ég náttúrlega enginn leiklistargagnrýnandi svo ég get bara haft þetta einfalt og segi; Ef öll leikrit væru eins og Leg þá færi ég miklu oftar í leikhús.

Ég gekk út úr Þjóðleikhúsinu, miklu hressari en þegar ég gekk inn og var skyndilega orðin þakklát fyrir að fá að búa á nútíma Íslandi þar sem sjálft ríkið tekur sénsa á því að bregða frá hefðbundnum leiðindum (9 af 10) með því að leyfa verk eins og Leg á sínum fjölum. Áfram það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Skemmtilegt frá því að segja að stuttu eftir að ég las þennan pistil þá fékk ég bloggvina tilboð frá íslenska dansflokknum. Ég afþakkaði pennt.

Ómar Örn Hauksson, 12.3.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband