10.3.2007 | 14:43
Er ég eitthvað skrítin?
Í gær fór ég á Ölstofuna og hitti tvo kollega sem sögðust lesa það sem ég skrifa hérna og pistlana í Fréttablaðinu. Örn á Viðskiptablaðinu sagði að ég væri "klikkuð" og það sagði Tóti Badabing líka. Tóti kallaði mig reyndar um leið eina feministann með viti á landinu og Erni finnst ég skemmtileg... þannig að þetta var ekki "vont" klikk... en mér þætti samt gaman að vita hvað það er sem gerir mig "klikk". Mér finnst ég einmitt mjög langt frá því að vera klikk... ég er hreint ótrúlega stabíl og á jörðinni, en sumir aðrir...jáááá... sumiirrrr...
Athugasemdir
"I þú ert svo klikk" er bara eitthvað sem fólk segir þegar það hittir einhvern sem er spennandi / það er hrætt við, aðallega þegar það kann ekki að orða hvað það er sem þeim finnst nákvæmlega.
Fyndið að þessir blaðamenn hafi gripið í þessa gömlu skonsu í paníkinu af þér, mér finnst þú svo viðkunnanleg og fín.
Ég held að það sem þeir hafi verið að meina var að þú sért bara alvöru manneskja.
krilli (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 17:10
Nei nei. Þú ert ágæt og stendur þig vel.
Ómar Örn Hauksson, 11.3.2007 kl. 05:24
:)
M. Best, 11.3.2007 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.