Meiri pælingar

Það er eitthvað hálf ógnvekjandi að blogga hérna finnst mér stundum. Þetta er svolítið eins og þegar ég var á póstlista feministafélagsins. Eftir smá tíma fór ég að standa mig að því að gera varla annað en reyna að koma vitinu fyrir þessar stelpur sem voru bara á einhversskonar auto-pilot feminisma sem þær uppgötvuðu ekki í eigin hugsun, heldur eftir að hafa farið í kynjafræði í HÍ. Prógramms feminismi sem þær numu kannski af einhverjum fyrstu eða annarar kynslóðar feministum og þeim kennslubókum sem þessar kennslukonur réttu að þeim. Ákaflega óspennandi fyrirbæri. Ég þekki til dæmis að minnsta kosti tvær stelpur sem eru mjög áberandi í fjölmiðlum að tjá sig um sínar feminisku skoðanir, en báðar hafa þær tekið þátt í fegurðarsamkeppnum og hamast við að vera módel. Eftir að þær keyptu feminiska floppídiskinn sinn í HÍ hafa þær bara afsakað þetta með því að segjast hafa verið ungar og vitlausar. En....alveg frá því ég var ung og vitlaus hafa mér þótt fegurðarsamkeppnir hlægilegar og kjánaleg uppákoma og jafnvel þó að ég hefði verið 175 og með langa skanka þá hefði það ekki hvarflað að mér að taka þátt í slíku bulli. Ég tók hinsvegar þátt í stuttmyndasamkeppni og fékk þrenn verðlaun fyrir myndina Miranda, sem fjallar einmitt um kynfrelsi og eldskírnir. Og aldrei fór ég í HÍ.

Það er líka alþekkt að eitt skemmt epli getur skemmt öll hin. Þannig myndi ég segja að margar þeirra hafi hreinlega skemmt merkingu orðsins "feminismi" líkt og Nasistaflokkurinn skemmdi ímynd svastikunnar með því að nota hana fyrir sig (en eins og margir vita er þetta aldagamalt tákn fyrir árstíðirnar og lífsins gang). Það væri vel þess virði að búa til skoðanakönnun og kanna hvaða merkingu fólk leggur í orðið. Gefa þrjá valkosti:

1. Fólk af báðum kynjum sem vinnur gegn því að konum sé mismunað í samfélaginu.

2. Reiðar konur sem vilja banna klám og fegurðarsamkeppnir (og jafna launamun kynjanna).

3. Fimmtug kona með stóran skartgrip um hálsinn, Harry Potter klippingu og frekar spes gleraugu.

 

Hvað sem öðru líður þá er mikilvægt að vinna að þessum málum. En það væri svo miklu betra ef það væri ekki gert með þessu offorsi, og þessum endalausa fókus á krikaloð og kynlíf... og því að gera konur að körlum... og forræðishyggju... og...og.... 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Ég óska að það sé númer eitt en þessa síðustu vikur hefur það aðallega verið númer tvö.

Ómar Örn Hauksson, 11.3.2007 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband