6.3.2007 | 00:05
Klámdrengur
Þetta er hann Andy. En hvar eru karlasamtökin sem ætla að vernda þennan mann og stöðva konurnar sem hafa gaman af að horfa á Andy?
Bottomline:
Mér þykir hreint stórfurðulegt hvernig vel gefnum einstaklingum dettur í hug að hægt sé að ráðast gegn hugarórum eða skríngilegum leikjum sem fullorðið fólk fer í við hvort annað. Eða jafnvel eitt heima hjá sér. Hvað kemur það yfirleitt Katrínu Önnu og vinkonum hennar við hvort Andy vill láta svona eða ekki? Og hvor einhverjar konur eða karlar hafi gaman af því að horfa á Andy?
Sálarlíf og flækjur mannskepnunnar eru hreint stórkostlega furðulegt fyrirbæri. Að vera yfirleitt að skipta sér af því hvað fullorðið fólk gerir til að fá útrás fyrir eitthvað sem gerist innra með þeim er argasti dónaskapur. Feministaklám og andfúl forræðishyggja.
Andy er augljóslega ekki barn. Hann er 19 ára, sem telst ekki til þess að vera barn. En er Andy barnaklám? Nei. Af því Andy er ekki barn (fyrir utan það að barnaklám er orðskrípi sem ég þoli ekki). Andy er bara rugludallur að mínu mati, alveg eins og þessar konur sem eru með snuð og þannig... en þó að mér finnist þær rugludallar... þá kemur mér það ekki við að þær hafi gaman af þessu og mér kemur heldur ekki við að einhverjir karlar hafi gaman af þessu með þeim.
Okkur kemur það hinsvegar öllum við þegar fólk er vont við börn (og í raun ekki bara í lostafullum tilgangi) og við ættum að leggjast á eitt til að refisramminn í kringum alla þá mannvonsku verði hertur og að þeir siðlausu glæpamenn sem kynferðisglæpi gegn börnum átti sig á að það hefur alvarlegar afleiðingar að vera vondur við börn... ergo... 10 ára fangelsi eða meira... og að sjálfssögðu ættum við að stofna og ganga í samtök sem elta uppi og læsa inni þá mannfjanda sem mansal stunda. Það er nú meiri viðbjóðsglæpurinn og það veit ég enda hef ég séð nokkrar heimildarmyndir um málið... en... elsku sætu feministar... það kemur manni ekki við hvað fullorðið fólk gerir með öðru fullorðnu fólki og það kemur okkur ekkert við hver vill horfa á klám, hvað honum/henni finnst gaman að ímynda sér og hvernig fólk fær útrás fyrir sín kikk...> svo lengi sem ekki er verið að níðast á minni máttar eða fremja glæpi. OG... það er kvenfyrirlitning að patrónísera allar konur sem taka þátt í klámi og ákveða að þær séu bara að þessu af því þær séu fórnarlömb... -eins og kvenmenn geti ekki haft sjálfstæðan vilja og gert það sem þeim sýnist við sinn skrokk og sitt líf?
Já já... sumar klámmyndir eru gerðar með konum sem eru hnepptar í ánauð... ég veit það og það er ógeðslegt... en... hin 95% eru það ekki. Þetta eru bara einhverjar, allskonar... konur.. ótrúlega margar... sem af einhverjum ástæðum (eflaust mörgum og misjöfnum) eru til í þetta. Og þó að ég og þú séum það ekki... þá plís... hættið þessari kvenfyrirlitningu og þessari forræðishyggju.
Athugasemdir
95% eru í klámi af því þau hafa svo gaman af því segiru...hmmjá..en þú værir ekki til í það, ekki ég, engin sem ég þekki, engin sem þú þekkir...ég bara sé þetta ekki stemma einhvernvegin, engan vegin
hel (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 12:53
Ég væri til í klám og vændi. Það er bara ótrúlega lítil eftirspurn. Því miður.
Árni
Árni (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 17:31
Hvenær sagði ég að enginn sem ég þekkti hafi verið í klámi? Ég get nú sagt þér það að hún Gritt Uldal Jessen, megafeministi og vinkona mín... leikstýrði klámmynd fyrir konur hér um árið með styrk frá Lars Von Trier. Svo þekki ég tvær stelpur sem hafa strippað og eina sem hefur talað inn á klámútvarp. Alhæfingasprelligosinn þinn...
M. Best, 7.3.2007 kl. 15:46
Og ps... mamma eins stripparans er lesbía og í dag er stelpan hámenntuð og formaður hagsmunasamtaka. Önnur rekur vinsæla verslun og sú þriðja er yfirmaður á stórum vinnustað ásamt því að vera á kafi í pólitík. Gritt er vel þekkt í danmörku, m.a. sem feministi og þáttastjórnandi á DR2.
Aðeins sú síðastnefnda átti slappari æsku en gengur og gerist. En hún er langt frá því að hafa verið eða orðið undir í lífinu. Ég myndi segja að allar þessar stelpur séu fyrirmyndar eintök, afar sjálfsstæðar og duglegar og engin þeirra sér neitt sérstaklega eftir þessu...
...so?
M. Best, 7.3.2007 kl. 15:53
Louis Theroux's Wild Weekends - the Porn Industry
HORFA Á
krilli (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.