Súri strumpur ei meir (í bili)

Mér finnst ég hafa verið soldið súri strumpurinn hérna. Það eru allir að skammast og ég fer að skammast líka. Sogast með skammi straumnum. Vendi ég því mínu kvæði í kross.

Fallegt og gott í dag:

Fór í ilmolíu andlitsbað í laugum og talaði dönsku við snyrtikonuna Bibi sem var hreint frábær. Komst að því að andlitsnudd er betra en baknudd.

Fór í gufuna og er öll ótrúlega mjúk núna

Lagði mig í hádeginu

Knúsaði Eddu

Búin að lesa nokkur falleg ljóð (sjá eitt frábært hér að neðan)

Fá skemmtilega tölvupósta frá góðu fólki

Sjá skúbbið mitt á forsíðu Fréttablaðsins í dag

Borða þrælfínt Burrito

Stal óvart símanum hans Gumma tölvukarls svo hann fékk klukkustundar pásu frá síhringjandi síma og leið vel fyrir vikið. Svona getur maður látið gott af sér leiða bara alveg óvart.

Hvernig ætti ég að geta kvartað? Líf mitt er einn sælustraumur nánast. Ég hef það aldeilis stórgott svo ekki sé meira sagt.

Á morgun förum við Emilía að kaupa á okkur spjarir í Smáralind og svo ætlum við að dansa á straight friendly hommabarnum hans Óla Hjartar um kvöldið. Það verður væntanlega hressandi og skemmtilegt. Við erum blissful, bourgeois og undursamlega ofdekraðar litlar blaðakonur á eyju milli Grænlands og Færeyja. Það er ekki annað hægt en að kætast yfir þessu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband