1.3.2007 | 23:50
Ég trúi á Travolta
Já, svo sannarlega. Anna hefði haft betra af því að trúa á geimverur og hugsanaflutning en barbítúra og brjóstastækkanir. Er það ekki líka bara trúin sem skiptir máli? Ef ég "trúi" einhverju nógu innilega mikið þá virkar það. Þessu trúi ég. Samt veit ég ekki alltaf hvenær ég trúi og hvenær ekki. Sumu trúi ég svo mikið að ég veit ekki einu sinni að ég trúi því. Það er besta trúin. Ég veit þó að ég trúi ekki á boðskap vísindakirkjunnar. Það er bara tómt rugl. Ég trúi á stuð....og ég trúi töluvert á speki Jungs, Cambells, Peck, Hávamála, Njálu og Jesú. Það er að segja ef hægt er að trúa á speki og boðskap.
Hvað John Travolta varðar þá trúði ég á hann, alveg frá því ég sá hann fyrst. Mér fannst hann lengi vel kynþokkafyllsti maður jarðar. Líka þegar hann lék í Look who's talking eitt, tvö og þrjú. Ég stóð með honum í gegnum þetta allt saman. Svo lék hann í Pulp Fiction og allir urðu allt í einu sammála um hvað hann væri mikið æði. Þá varð ég bitur og hugsaði "ég sagði ykkur þetta en þið vilduð ekki hlusta". Það er alltaf jafn asnalegt þegar manni líður þannig. Mér finnst Travolta enn mjög hot. Hann er reyndar að eldast svolítið, en málið er bara það að hann er með svo fallega rödd og falleg rödd getur gersamlega gert gæfumuninn. Hann hefur líka alveg sérlega fallegt bros... og svo kann hann að dansa.
Travolta segir að Vísindakirkjan hefði getað komið Önnu Nicole til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.