200 gestir

Á fyrsta virka degi mínum hér á moggabloggi hef ég fengið um 200 gesti. Þetta er vitanlega voða gaman, en um leið fagna ég því að bloggheimur er ekki það sama og kjötheimur.

Væri ég í kjötheimum og fengi 200 gesti í heimsókn á einum degi sem allir myndu hlusta á mig segja hvað mér finnst um Önnu Nicole, klámfeminista og reykingar... og ég þyrfti að segja þetta allt að meðaltali 200 sinnum....af því það er oftast bara einn í einu að lesa blogg...þá væri ég líklegast kominn í spennitreyju nú í dagslok og farin að naga þröskulda.

Sem betur fer er sæberspeis laust við kjöt og persónuleika. Gestir í sæberspeis eru miklu þægilegri og viðráðanlegri en 200 gestir á einum degi sem myndu koma hingað á Seltjarnarnesið til að heyra mig flytja skoðanamónólóg.

Já... þetta er bara skrambi gott svona :) Gaman að ybba gogg á moggabloggi.  Gaman að eiga moggabloggvini... gaman að fá svona marga gesti og gaman að þeir séu skrúfaðir saman af 10101000100101 en ekki holdi og blóði. 

Friður 

  *
Cyberspace, a metaphoric abstraction used in philosophy and computing, is a (virtual) reality which represents the Noosphere/Popperian Cosmology (3 worlds) both "inside" computers and "on" computer networks. Definition = The electronic medium of computer networks, in which online communication takes place.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband