Færsluflokkur: Bloggar

Ef beinagrindin er pabbinn, hvað þá?

Maður spyr sig. Hvað ef það kemur á daginn að gamli olíugosinn sem liggur nú á kistubotni og lúin hvílir bein, er raunverulegur faðir hennar Dannielynn litlu? Hver fær þá forsjána yfir henni og hvað gerist? Það er stundum sagt að djöfulinn sé að finna í dánarbúum. Yfir dánarbúi Önnu Nicole, sem meðal annars felst í því að bera forsjána yfir þessum litla sakleysingja, er 5000 kalóríu djöfull á fullri ferð. Ég er ekki hissa á því að dómarinn sé bara kjökrandi yfir þessu öllu.
mbl.is Dóttir Önnu Nicole í umsjá Sterns enn um sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og Marlboro maðurinn

...hann fékk náttúrlega lungnakrabba.

Þó að þau séu eiginlega ekki sambærilegt fólk, eða pizzur og sígarettur... nema hvað að hvorutveggja er víst voðalega óhollt. Þó tek ég sígarettur fram yfir pizzur. Þegar ég borða pizzu þá blæs ég út og verð eins og smáhveli með gersveppaóþol. Tala nú ekki um ef öllu var kyngt niður með ropvatni.

Þegar ég reyki þá er ég bara að reykja. Það litla, skrítna ritúal. Reykingar eru meira kúl en pizzuát. Annars er ég að hætta í dag. Þetta er fyrsti dagurinn. Kannski að ég nagi gólfið eða eitthvað? Það er margt skárra en að reykja... jáh...


mbl.is Andlit pítsukeðju með ofnæmi fyrir pítsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfrelsi, skoðanafrelsi, raunveruleiki, fullorðinsleikur og djöfullinn

Hér er annað myndskeið með hedónistanum Larry þar sem hann tjáir sig um tilganginn með reglum um tjáningarfrelsi. Hann er kannski enginn íþróttaálfur, en mikið hreifst ég af myndinni um hann og ræðunni þar sem hann birti á víxl ógeðsmyndir úr stríði af dánu fólki og ámóta sorg og hinsvegar af sætum, brosandi stelpum að striplast. Hvort er verra? Hverju eigum við að berjast gegn?

Ég hef lesið af bloggsíðum sumra feminsta (nb. ég kalla sjálfa mig feminista) að þær eru margar óðar og æfar yfir því að allt pornógrafískt efni er ekki "fallegt". Þar er ekki viðhaft pent mál í sambandi við stelpur sem taka þátt í leiknum. Þær eru kallaðar gærur og dræsur og ýmsum öðrum ópenum nöfnum. Þetta finnst sumum feministum agalegt enda ekki fallegt þegar fólk sýnir ekki hvort öðru virðingu. Við eigum að vera góð við hvort annað. Þær virðast því miður gleyma því að þetta er allt í plati. Að það er stór munur á leik og raunveruleik og jafnvel þó að þetta væri eitthvað sem ekki er tekið upp á vídjó og selt í búðir, þá er þetta samt sem áður kynlíf og innan þess ramma leyfir fólk sér oft að gera, upplifa og láta sig dreyma um hluti sem tengjast ekki raunveruleikanum (sjá t.d. Ísfólkið :) ). Sumar konur vilja hreinlega láta kalla sig allskonar skrítnum nöfnum þegar þær eru að dónast og eflaust vilja margar feministastelpur það líka. Þið sáuð nú rétttrúnaðargosann hann Byrgir og hvað honum fannst skemmtilegt þegar hann dró fyrir gluggann. Ha? Ná há bát ðatt?

Í raun ættu feministar sem berjast fyrir réttlæti, að láta kynlífsdálkinn afskiptalausan...í það minnsta þann sem telst löglegur og í lagi (og þá skiptir ekki máli hvar efnið er framleitt eða hvaða fantasíur eru framreiddar), og pæla frekar í öðrum aðgengilegri málum.

Að skamma menn sem RAUNVERULEGA eru að kalla konur ljótum nöfnum og meina það. T.d. menn sem koma konum í kvennaathvarf. Að skamma fjölmiðlafólk fyrir að reyna ekki að skapa jafnvægi milli karla og kvenna í birtingum. Að breyta nöfnum eins og ráðherra og flugmaður í einhver önnur jafnræðislegri nöfn og að reyna að vinna í því að svokölluð kvennastöf njóti meiri virðingar. Að orðatiltæki eins og "hleypur eins og stelpa" þurfi ekki að skiljast sem niðrandi, eða "keyrir eins og kelling"... og að jafnvel bara orðið "stelpa" skuli geta túlkast sem niðrandi.

Ekkert af þessu gengur út á neinn þykjustuleik. Þetta er raunveruleikinn og það leikur enginn vafi á að ekkert er í plati. En þegar það er verið að æsa sig og skammast yfir kvenfyrirlitningu í einhverjum þykistuleik þar sem allir eru samt sem áður samþykkir því sem verið er að gera (og fá kaup fyrir það) þá er svolítið verið að æpa út í vindinn.

Er það ekki?

Og annað.... Ég tel það í hæsta máta ólíklegt að klámmyndir leiði til þess að menn vilji út að nauðga. Þannig eru tildæmis ótrúlega litlar likur á því að Tyrkirnir (eða Alsírbúarnir) sem hingað komu árið 1627 og nauðguðu öllu sem hreyfðist, hafi verið að horfa á klám um borð í seglskipunum á leiðinni til Íslands. Nauðganir eru bara ofbeldisglæpir sem hafa tíðkast alla tíð og ekki bara hjá mannfólki heldur hjá allskonar skepnum sem aldrei hafa horft á klám. En þar sem við eigum að heita menn en ekki dýr þá væri vitanlegra æskilegra að við næðum að hemja og stjórna öllu dýrslegu eðli... það stendur í boðorðunum 10...en því miður tekst það bara ekki alltaf. Sumir verða bara alltaf nær því að vera dýr en menn -þó þeir gangi í fötum og eigi gemsa.

Þetta er samt eitthvað svo fyndið. Þegar kirkjan var að komast til valda var ráðist af kappi gegn hverskonar hedónisma og náttúrutrú. Andstæðingurinn fékk endanlega mynd sína frá útliti Pans. Skógarguðsins sem var geit að neðan og hafði horn á hausnum. Meira dýr en maður. Lifði fyrir kynlíf, drykkju og sprell. Var kallaður djöfullinn.

Þegar ég var unglingur voru einhverjir krakkar í hóp sem kallaði sig Pan hópinn. Þau sýndu undirföt á skemmtistöðum og fóru í leðjuslag. Það var fjallað um þau í fjölmiðlum eins og einhverja satanista og djöfladýrkendur. Þetta þótti alveg hræðilegt fólk. Gerspillt og snarruglað. Samt fór það ekki einu sinni úr að ofan... og þetta var fyrir um tuttugu árum síðan. Ha?

Það er gaman að þessu...


Larry Flint og Althea

Larry langaði til að verða forseti. Ég er ekki hissa. Hann hefði eflaust verið fínn. Langaði að gera Andy Warhol að ljósmyndara hvíta hússins og mála hvíta húsið bleikt... töff :)

bloggað með blogg gogg

Mig langar að flytja, en ég tími ekki að fara frá www.maggabest.blogspot.com fyrr en ég finn út hvernig hægt er að nota html haminn í þessu kerfi.

íhuga flutning

Þar sem ég skrifa bara á íslensku og aðeins íslenskumælandi lesa færslurnar mínar þá hef ég íhugað að flytja yfir á íslenskt vefsvæði. Þarf samt að prófa þetta aðeins til að sjá hvort mér líki. Hef aldrei búið jafn lengi á neinum stað og á blogspot.com, enda búin að standa í þessu rugli síðan 2002. Sjáum hvað setur.

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband